Neðanverð grein er skrifuð af ánægðum kúnna sem hefur komið í þó nokkrar tökur til okkar eftir að hafa upplifað það sem hún fjallar um í greininni.
Boudoir myndataka er eitthvað sem breytti því hvernig ég horfi á mig. Ég hélt alltaf að það þyrfti að vera ástæða fyrir því að fara í svona myndatöku. Eins og að gefa tilvonandi eiginmanni í gjöf, fitness módel fyrir mót, allavegana einhver stærri ástæða en bara vilja það. Held að fólk á öllum aldri, stærð, kyni eða þyngd ætti að prufa þetta einu sinni á ævinni.
Það er engin krafa að hafa einhverja ástæðu á bakvið að fara í Boudoir myndatöku. Viltu sjá sjálfa þig í nýju ljósi? Viltu finnast þú kynæsandi? Viltu gefa sjálfri/sjálfum þér gjöf? Viltu kynnast þér betur? Þá er þetta einmitt fyrir þig. Og af hverju ættir þú að ráða ljósmyndara í staðin fyrir að gera þetta heima hjá þér með vin eða spegli? Því þetta er atvinnuljósmyndari sem kann að vinna með rétt sjónarhorn, leiðbeinir þér með hluti sem virðast litlir/stórir, en skipta máli til að myndin komi vel út. Eins og að stinga uppá stellingum, færa hár, setja hönd þína á réttan stað og passa uppá að þú lítir fullkomlega út. Líta fullkomlega út þýðir að þegar þú skoðar myndirnar þá hugsir þú „Djöfull er ég sexy“. Hér koma nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að bóka tíma í Boudoir myndatöku.
Þú færð að klæða þig upp
Hver elskar ekki að klæða sig upp? Og fá að leika mikilvægt hlutverk, sem ert þú. Og það er eitthvað frelsandi að vera á undirfötum aðeins fyrir sjálfa sig. Þetta hjálpar manni að hafa gaman og elska sjálfa sig. Og tekur mann út fyrir þægindarammann, sem er alltaf þroskandi.
Afsökun til að fara að versla
Sem fullorðinn einstaklingur þá er maður ekki oft að kaupa sér nýjar sexí undirföt. Frekar þægilegar eða „sniðugar“ nærbuxur fyrir blæðingar. En þegar maður er að fara í myndatöku þar sem maður er á undirfötum, þá er það ástæða til að fara versla sér nýtt. Og ég er ekkert endilega að meina rándýr úr fínustu búðunum. Hagkaup er líka með bara ágætt úrval af undrfötum sem maður getur litið mjög vel út í. Svo þarf þetta ekki að vera flókið heldur. Í einni myndatökunni var ég í engu, heldur bara með hálfgerðan dúk sem við lékum okkur með. Svo það er hægt að nota ímyndunaraflið, klútar, slæður, teppi, litlir kjólar, fínir bolir, pils o.s.frv.

Eykur sjálfstraust
Við erum öll óörugg með eitthvað á líkamanum okkar. Sem er hálfsorglegt. Því við erum öll fullkomin! En að setjast fyrir framan myndavélina og leysa úr læðingi gyðjunni innra með þér, þá er eitthvað „magic“ sem gerist. Svo þegar þú sérð þessar myndir, það er þá sem þú sérð hversu flott þú ert í raun og veru. Get auðvitað ekki talað fyrir alla ljósmyndara, en Axel náði algjörlega að ýta feimninni minni í burt og draga fram gyðjuna.
Kynæsandi út í lífið
Ef þú átt maka þá er þetta geðveik gjöf til að gefa honum. Og maka þínum mun finnast þú svo sexy eftir þetta, því hann elskar pottþétt hverja línu á þér (annars ertu ekki í réttu sambandi). Trúið mér, það mun gera kynlífið ykkar enn betra. Sjálfstraust er sexy. Og ef þú kemur í myndatöku með ekkert sjálfstraust þá muntu engu að síður labba út með það. Og það mun fylgja þér í daglega líf þitt. Því það er eitthvað sem gerist innra með okkur eftir svona myndatöku.
Svo er þetta sjúklega skemmtilegt
Fyrir utan öll atriðin sem ég er búin að telja upp. Þá er þetta eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Hef gert þetta ein með myndatökufólki og svo aftur með vinkonu og það var líka virkilega skemmtilegt að hafa hana með. Væri þess vegna hægt að gera stelpukvöld úr þessu. Bjóða heim í kósí myndatökukvöld, því konur eru konum bestar. Auðvitað verður maður að vanda valið, ekki taka með vinkonuna sem dregur þið niður eða gerir lítið úr þér. Veldu vinkonur sem eru til í að vera gyðjur með þér og hjálpa þinni gyðju að koma í ljós.
Ef ég er ekki búin að sannfæra þig nóg núna. Þá getur þú alltaf líka bara bókað tíma til að hitta eitthvert af okkur og fengið smá upplýsingar.