Boudoir ljósmyndun er ljósmyndastíll með persónulegar, rómantískar og stundum erótískar myndir af módeli í stúdíói, svefnherbergi eða öðru persónulegu rými, fyrst og fremst ætlað til einkanota módelsins og þeim sem það vill deila myndunum með. Það er meira ýjað að nekt frekar en að sýna hana beint.
Það er algengt að konur fái boudoir ljósmyndir af sjálfum sér sem gjöf til maka, venjulega í tilefni af trúlofun þeirra, hjónabandi eða áður en þau fara tímabundið hvort í sína áttina, svo sem í náms ferðir til annara landa eða langar vinnu ferðir. Í Bretlandi varð vinsælt fyrir verðandi brúðarmær til að fá boudoir myndatöku sem brúðkaupsgjöf fyrir brúðgumann. Boudoir ljósmyndun er einnig stundum gefið sem gjöf með það fyrir augum að endurstaðfesta og hvetja rómantík og tælandi milli para í langtíma sambandi. Boudoir ljósmyndun er í auknum mæli talin eitthvað sem maður gæti gert einfaldlega fyrir sína eigin ánægju, til ánægju og til þess að öðlast meira sjálfstraust sjá sig sem aðlaðandi og lokkandi.
Boudoir ljósmyndun varð vinsæl með komu stafrænnar ljósmyndunar en ljósmyndunarstíllinn er frá u.þ.b. 1980. Nú til dags eru módelin venjulega beinir viðskiptavinir ljósmyndarans frekar en að vera ráðin í vinnu sem módel.