ÞÚ HEFUR EFLAUST SPURNINGAR

SEM VIÐ VILJUM ENDILEGA SVARA

Hér getur þú vonandi fengið svör við þeim flestum.
Ef þú ert með einhverja spurningu sem ekki er í listanum hér er þér alltaf velkomið að hafa samband við okkur með því að smella á hnappinn hér að neðan og við verðum fljótt í sambandi við þig.

Glamour myndataka

HVERNIG FER ÞETTA ALLT FRAM?

Þú byrjar á því að staðfesta við okkur pöntun á myndatöku og greiðir staðfestingargjaldið (20% af fullu verði), þá ert þú búin að festa þér tíma á dagatalinu okkar. Fyrir tökuna þá hittumst við og förum yfir stefnu tökunnar, útlit og slíkt. Við svörum öllum þeim spurningum sem þú kannt að bera fram og förum yfir ferlið enn ítarlegra en hér er farið yfir. Daginn sem takan fer fram mætir þú hress og útsofin í förðun hjá okkur (sé hún innifalin í pakkanum) og spjallar við okkur yfir kaffibolla eða tveimur. Við stillum upp og gerum allt til meðan þú ert í förðun og pössum að allt gangi vel fyrir sig.

Innan tveggja vikna eftir tökuna færð þú í hendurnar slóð á læst vefgallerý þar sem þú getur skoðað þær myndir sem við dæmum þær bestu, fyrir þig til að skoða og samþykkja. Þegar þú hefur samþykkt þær myndir full vinnum við myndirnar í Photoshop og undirbúum gerð bókarinnar fyrir þig. 2-4 vikum eftir að við skilum inn bókinni rafrænt til Blurb kemur hún í pósti til landsins og við afhendum þér hana ásamt útprentunum af myndum sem þú hefur valið þér. Einnig færðu afhentar myndirnar í vefstærð með vatnsmerki okkar á, sem henta vel ef þú vilt hafa þær á netinu eða sýna vinkonu.

Hvernig er með greiðslu á myndatökunni?

Við förum fram á 20% af verði tökunnar sem staðfestingargjald, sú upphæð festir þér tíma í dagatalinu hjá okkur og gengur upp í verðið á tökunni. Greitt er svo að fullu þegar mætt er í myndatöku.

Við bjóðum upp á Netgíró og því er ekkert mál að dreifa hjá þeim greiðslu, en vakin er athygli á að staðfestingargjaldið er ekki hægt að greiða í gegnum þá við bókun.

Sé óskað eftir hótel herbergi eða AirBnB þarf að greiða það gjald að fullu ásamt 20% staðfestingargjaldi fyrir tökuna við pöntun.

HVAR FER MYNDATAKAN FRAM?

Við bjóðum upp á boudoir myndatöku sem fer fram í heimahúsi, AirBnB eða hótelherbergi (greitt aukalega fyrir AirBnB og hótelherbergi). Þannig að það skiptir ekki máli hvar á landinu þú ert, við komum til þín og ef þess þarf bókum við fyrir tökuna hótelherbergi eða AirBnB rými. Athugið að það fer eftir hvar á landinu takan fer fram hvort ásættanlegt hótel/AirBnB rými finnst. Í einstaka tilfellum þarf takan að fara fram fjarri þinni heimabyggð, en við reynum alltaf að hafa leigða rýmið sem næst þinni heimabyggð.

ER HÁRGREIÐSLA OG FÖRÐUN INNIFALIN?

Förðun er innifalin en ekki hárgreiðsla, við getum þó stílað hárið á einfaldann máta á staðnum án greiðslu en sé óskað eftir einhverju flóknara er mælt með því að fara á hárgreiðslustofu. En þar sem boudoir ljósmyndun snýst um að sýna mýkt og berskjöldun, að vera með stórt up-do er ekki beint það sem á við í slíku augnarbliki. En engu að síður leyfilegt ef þú vilt það og það sé útlitið sem þú sækist eftir.

HVAÐ ÞARF ÉG AÐ GERA FYRIR TÖKUNA?

Leyfðu þér endilega að fara í búðir og versla þér fallegt nærfatasett eða tvö.

Daginn sem takan fer fram er eindregið mælt með því að þú sért í lausum fatnaði sem ekki skilur eftir sig för í húð, til að húðin sé sem sléttust á myndum og án fara eftir fatnaðinn. Gott er að vera búin að bera á andlitið rakakrem til að hafa húðina betri fyrir förðunina.

HVAÐA UNDIR-/FATNAÐ Á ÉG AÐ NOTA?

Þú veist best sjálf hvaða fatnaður fer þér best, þú þekkir líkama þinn og útlit best af öllum og því skaltu treysta þér í að dæma það útlitslega séð.

Við mælum þó með að komið sé með 2-3 nærfatasett í tökuna, fallegur sloppur getur líka hjálpað sérstaklega í byrjun töku og til að vera í á milli setta. Sumar vilja koma með gallabuxur og einfaldan stutterma- eða hlýrabol. Betra er að koma með of mikið en of lítið af fatnaði í tökuna.

MÁ ÉG FARA Í BRÚNKUSPREY?

Við mælum eindregið gegn því að fara í brúnkusprey þar sem það getur skilið líkamann eftir ójafnan að lit og það sést vel á myndum. Betra er að láta okkur um að dekkja það sem þarf að dekkja í eftirvinnslu myndanna.

Má ég fara í snyrtingu og/eða á hárgreiðslustofu?

Við hvetjum þig að leyfa þér að fara í neglur, facial og laga til á þér hárið. Gerðu þér dag úr því og leyfðu þér að njóta þess.

Við erum alltaf að bjóða fyrirtækjum í samvinnu með okkur og þú getur haft samband við okkur til að fá listann eins og hann er í dag. Það eru eflaust snyrtistofur, hárgreiðslustofur og fatabúðir sem vilja gefa þér afslátt hjá sér fyrir tökuna hjá okkur.

Bjóðið þið upp á gjafarbréf?

Stutta svarið er nei, við viljum ekki bjóða upp á gjafarbréf þar sem það gerir þjónustuna okkar ópersónulegri og það viljum við ekki.
Þau fáu gjafabréf sem hafa verið sett í umferð eru frá okkur í gjafarleikjum og gilda um þau eftirfarandi reglur.

  • Gjafabréfið gildir fyrir þeim pakka / því verði sem á það er ritað
  • Gjafarbréf má ekki selja eða gefa öðrum aðila nema með samþykki okkar.
  • Gjafarbréf getur gengið upp í aðrar þjónustur hjá okkur en mismunur ef gjafarbréf er upp á upphæð / pakka stærri en þú tekur, er ekki greiddur þar sem þetta er gjöf hvort eðer frá okkur til þín.

Ástæður þessara reglna er sú að við viljum hafa ferlið eins einfalt og persónulegt og hægt er. Við erum hér til að veita þjónustu milli okkar og þín, ekki þriðja aðila.

Ég er óörugg með eitthvað, hvað þá?

Fyrir tökuna þá förum við yfir ýmsa hluti, svo sem vandamála staði á líkamanum og þá parta sem þú ert hreykin af. Okkar hlutverk er að stilla þér upp á myndum til að þú fáir fallegar myndir af þér eftir á, ef þú ert með ör, bólur eða annað eins þá verður það lagað í Photoshop, við leggjum líka áherslu á þá staði sem þú ert mest hreykin af á líkamanum með stellingum og eftirvinnslu í Photoshop.