VIÐ ERUM VENJULEGT FÓLK

SEM VILJUM AUKA SJÁLFSTRAUST FÓLKS Á SJÁLFU SÉR

Við erum hópur sem saman stendur af tveimur ljósmyndurum og einum förðunarfræðingi og okkur fannst vera voðalega lítið framboð af boudoir ljósmyndun hér á landi í gegnum tíðina og við viljum bæta það. Boudoir ljósmyndun snýst ekki eins og margir halda, um nekt, heldur um það að viðkomandi módeli líði vel og hún fái að njóta sín frá A til Ö. Þú getur lesið betur um hvað boudoir ljósmyndun er hér.

AXEL RAFN

LJÓSMYNDARI

Axel Rafn hefur lært ljósmyndun bæði á listabraut í Menntaskólanum á Tröllaskaga, ásamt því að taka Professional Photography Course hjá New York Institute of Photography í Bandaríkjunum í fjarnámi.

Hann hefur unnið sem ljósmyndari í 6 ár og rekur ljósmyndastofuna CREO ásamt Svanfríði unnustu sinni, á Akranesi og sinnir þar almennum portrait myndatökum.

Axel er mikill græjukarl og hefur brennandi áhuga á öllu sem við kemur tækni og nýjungum í þeim bransanum.

SVANFRÍÐUR SUNNA

GRAFÍSK EFTIRVINNSLA & AÐSTOÐ

Sunna hefur alla tíð haft brennandi áhuga á list og að mála og teikna. Alger listaspíra hér á ferð.
Hún er ófaglærð sem ljósmyndari en aðstoðar Axel í tökum með ljósabúnað, aukahluti og annað eins.

Þar að auki er hún Photoshop séní og sér meðal annars um að vinna myndir eftir tökur.

JÓHANNA HLÍN

FÖRÐUNARFRÆÐINGUR

Jóhanna er 33 ára förðunarfræðingur, lærði hún hjá Sollu og Eddu í Airbrush & Makeup School í Kópavogi vorið 2012. Þar lærði hún almenna förðun ásamt airbrush tækni og grunn í Bodypaint & Special effects.

Áhuginn á að læra förðun kviknaði hjá henni í 10. bekk þegar hún skráði sig á stutt förðunarnámskeið í gegnum félagsmiðstöðina á Selfossi. Nàmskeiðið var haldið í litla, krúttlega leikhúsinu à Selfossi.

Jóhanna er stúdent af Listnámsbraut, fyrri hluta frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Áherslan þar var grunnur í textíltengdu námi og teikningu.

HVAR ERUM VIÐ STAÐSETT

VIÐ LEGGJUM LAND UNDIR FÓT

Sem stendur erum við ekki með stúdíó, en við bjóðum hinsvegar upp á tökur í heimahúsi, ásamt hótelum, AirBnB ofl gerðum húsnæðis.

Við ferðumst um allt land til að mynda og því lítum við á að Ísland sjálft sé starfsstöðin okkar.